X. kafli. Framkvæmdastjóri samtakanna

35. gr. 


Stjórn SA ræður framkvæmdastjóra samtakanna. Stjórnar hann skrifstofu samtakanna í samráði við framkvæmdastjórn, ræður til hennar starfsfólk og hefur á hendi alla daglega umsýslu. 

36. gr.


Framkvæmdastjóri, eða sá sem hann setur í sinn stað, kemur fram fyrir hönd samtakanna fyrir dómstólum, hvort sem samtökin höfða mál eða mál er höfðað gegn þeim.

Stjórn SA er heimilt að fela framkvæmdastjóra að reka mál fyrir hönd samtakanna til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda hafi úrlausn þýðingu fyrir aðildarfyrirtæki samtakanna. Sama á við um kvartanir og kærur til stjórnvalda. 

Framkvæmdastjóra er heimilt að gera samninga um lögfræðiaðstoð og aðra þjónustu við einstök fyrirtæki og félög sem standa utan samtakanna.