Litla Ísland
Litla Ísland er vettvangur fræðslu og tengsla lítilla og meðalstórra fyrirtækja óháð atvinnugreinum. Að verkefninu standa Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja.
Tilgangur verkefnisins er margþættur, svo sem að ...
- Gæta hagsmuna og styrkja rödd lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnulífinu
- Styrkja rekstrargrunn lítilla og meðalstórra fyrirtækja og auka þannig hagkvæmni í rekstri þeirra
- Efla forvarnir með fræðslu um lykilþætti í rekstri og stuðla þannig að bættu rekstrarumhverfi
- Stuðla að tengslamyndun meðal eigenda og stjórnenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja.“
Á heimasíðu verkefnisins www.litlaisland.is er hægt að bóka rekstrarviðtal, finna upplýsingar um aðild sem og ýmislegt fróðlegt um rekstur fyrirtækja.
Á facebook síðu Litla Íslands er hægt að fylgjast með hvað er að gerast hverju sinni og facebook hópur Litla Íslands er opinn umræðuvettvangur fyrir þá sem eru í rekstri.