Rekstrarráðgjöf

Heilsufarsmæling á fyrirtækinu þínu

Fjöldi fyrirtækja er nú í rekstrarerfiðleikum. Ýmis úrræði standa til boða. Skilyrði fyrir þeim eru margvísleg; flest skýr en önnur óljós. Eitt af þeim er skilyrðið um að fyrirtæki séu rekstrarhæf þegar áhrif kórónuveirunnar eru liðin hjá. Fyrirtæki þurfa að geta sýnt fram á stöðu rekstrar og framtíðarsýn með skýrum hætti og að rekstrargrundvöllur þeirra sé sterkur að öðru leyti.

Rekstrarráðgjafi aðstoðar félagsmenn við að greina og styrkja rekstur sinn með því að fara yfir lykilþætti hans, styrkleika og veikleika. Í framhaldi geta félagsmenn fengið aðstoð við gerð rekstrarúttektar. Eins er hægt að fá aðstoð við val á úrræðum fyrir reksturinn.

Rekstrarráðgjafi SA er Ingibjörg Björnsdóttir lögmaður og viðurkenndur bókari en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að fá rekstrarráðgjöf geta bókað tíma hér fyrir neðan: