Þjónusta
Hlutverk vinnumarkaðssviðs SA er m.a. að:
-
veita fyrirtækjum sérfræðiþjónustu í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum
-
vera í fyrirsvari fyrir fyrirtækin í vinnudeilum og ágreiningsmálum gagnvart stéttarfélögum
-
gæta hagsmuna atvinnulífsins með markvissri fræðslu og þátttöku í mótun og framkvæmd laga og reglna og í þjóðfélagsumræðunni almennt.
Lögfræðingar SA:
-
aðstoða aðildarfyrirtækin við túlkun samninga og laga
-
veita fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoða við samningsgerð við starfsmenn, s.s. við gerð ráðningarsamninga og fyrirtækjasamninga
-
aðstoða fyrirtækin í samskiptum við stéttarfélög og lögmenn
-
annast málflutning fyrir héraðsdómi fyrir hönd aðildarfyrirtækja í fordæmisgefandi málum
-
flytja mál fyrir Félagsdómi fyrir hönd samtakanna vegna aðildarfyrirtækja
-
eru í samskiptum við stjórnvöld í málum sem snerta hagsmuni atvinnulífsins
-
annast upplýsingagjöf og fræðslu
-
byggja upp og viðhalda Vinnumarkaðsvef SA sem eingöngu er opinn félagsmönnum SA
Auk kjara- og starfsmannamála veita SA félagsmönnum ýmsa aðra þjónustu, t.d. á sviðum efnahags-, Evrópu-, umhverfis- og vinnuverndarmála.
Samtök atvinnulífsins starfrækja réttarverndarsjóð sem hefur það hlutverk að standa straum af kostnaði vegna málareksturs og annarrar réttarvörslu í málum sem snerta hagsmuni atvinnulífsins eða margra félagsmanna. Sjá nánar XV. kafla samþykkta SA.