Skipulag
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins sem haldinn er ár hvert fyrir lok maímánaðar fer með æðsta vald í málefnum samtakanna.
Formaður SA er kjörinn árlega af öllum félagsmönnum í rafrænni kosningu.
Stjórn SA mótar stefnu og megináherslur samtakanna.
Framkvæmdastjórn SA stýrir starfsemi samtakanna í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar.
Fulltrúaráð SA hefur æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.
Framkvæmdastjóri SA hefur ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna.
Samþykktir SA kveða nánar á um skipulag samtakanna.