I. kafli. Nafn, heimili og tilgangur

1. gr. 


Félagið heitir Samtök atvinnulífsins, skammstafað SA. Heimili þess, varnarþing og skrifstofa er í Reykjavík.

2. gr.

Tilgangur félagsins er:

1. Að vera heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins.

2. Að hafa mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri.

3. Að annast samskipti við stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð til þess. Jafnframt að leiðbeina aðildarfyrirtækjum um framkvæmd kjarasamninga og önnur vinnumarkaðsmál.

4. Að vera í forsvari við rekstur mála fyrir dómi og gagnvart stjórnvöldum í málum sem snerta hagsmuni og réttindi félagsmanna.


5. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi atvinnurekenda að sameiginlegum hagsmunamálum.