V. kafli. Atkvæðaskrá

19. gr. 


Skrifstofa samtakanna skal við hver áramót útbúa atkvæðaskrá sem gildi tekur 15. febrúar ár hvert og miðast við greidd árgjöld næstliðins reikningsárs. Svara þá kr. 1.000 í greiddum árgjöldum næstliðins árs til eins atkvæðis en greiðslur eldri árgjaldsskulda reiknast ekki til atkvæða.

Við ákvarðanir um verkbönn og kjarasamninga innan Samtaka atvinnulífsins fara aðildarfyrirtækin ávallt sjálf með atkvæðarétt skv. gildandi atkvæðaskrá samtakanna. Við aðrar atkvæðagreiðslur fara aðildarfyrirtækin með atkvæða-rétt, nema annað sé tekið fram í samþykktum þessum.

Heimilt er að viðhafa atkvæðagreiðslur með rafrænum hætti þegar það þykir henta.