Menntamál
Aukin menntun og hæfni bætir lífskjör Íslendinga. Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntun hvers og eins er ævistarf; jafnt í skólum og í vinnu. Betri menntun er forsenda aukinnar framleiðni í atvinnulífinu og bætir samkeppnishæfni fyrirtækja.