Samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Um er að ræða eitt öflugasta framtakið í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000 en Kofi Annan lagði til að atvinnulífið og Sameinuðu þjóðirnar gerðu með sér sáttmála um ábyrgt atvinnulíf til að hvetja fólk og fyrirtæki til góðra verka

Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni. Aukin krafa er um að fyrirtæki geri grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan fyrirtækjanna.

Um tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum en alls hafa um 14.000 aðilar skrifað undir sáttmálann í 162 löndum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það markmið að 20 þúsund fyrirtæki hafi skrifað undir sáttmálann árið 2020.

Alls eru 23 virkir aðilar að Global Compact á Íslandi en þeim hefur fjölgað ört á undanförnum misserum sem hafa skrifað undir sáttmálann.

Sjá þátttakendur Íslands á vef Global Compact

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar geta haft samband við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur hjá SA í síma 896-8486 eða með tölvupósti á ingibjorgosp@sa.is.  

Vefur Global Compact