VII. kafli. Formaður, stjórn og framkvæmdastjórn

25. gr. 


Stjórn samtakanna mótar stefnu og megináherslur samtakanna. 

Stjórn samtakanna heldur fundi ársfjórðungslega eða oftar ef minnst tveir stjórnarmenn óska þess.

 

26. gr. 

 Stjórn samtakanna skipa:

1. Formaður, sem jafnframt er formaður stjórnar.

2. 20 menn sem kjörnir eru árlega á fundi fulltrúaráðs sem haldinn skal í tengslum við aðalfund samtakanna.


Gangi maður úr stjórn getur stjórnin með einróma samþykki kjörið annan mann í hans stað til næsta aðalfundar. Ella skal kveðja fulltrúaráð saman til að kjósa mann í hans stað.

Stjórnarfundur er lögmætur ef a.m.k. tíu stjórnarmenn sækja fund. Fundir skulu haldnir fyrir luktum dyrum.

27. gr.


Stjórn samtakanna skal minnst átta vikum fyrir aðalfund kjósa þrjá menn til setu í kjörstjórn sem hafi umsjón með framkvæmd kosninga á aðalfundi og á fundi fulltrúaráðs SA, sem haldinn er í tengslum við aðalfund. Kjörstjórn skal með áskorun til félagsmanna leita eftir tillögum um menn til setu í stjórn samtakanna fyrir komandi kjörtímabil. Hún skal leggja fram tillögur sínar þar um minnst tveimur vikum fyrir upphaf aðalfundar og skulu þær liggja frammi á skrifstofu samtakanna. Framboðsfrestur rennur út sjö sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.

Komi fram tillögur um fleiri menn en kjósa á skal kjörstjórn útbúa atkvæðaseðil með nöfnum þeirra sem tillaga er gerð um og skal kosið milli þeirra með margfeldiskosningu á fundi fulltrúaráðs SA.

Kjörgengir til setu í stjórn SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

 

Aðildarfélag skal eiga þess kost að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn ef niðurstaða stjórnarkjörs eða tillaga kjörstjórnar er sú að það fær ekki fulltrúa úr sínum röðum í stjórn SA.

28. gr.


Formaður Samtaka atvinnulífsins skal kosinn árlega í beinni óbundinni póstkosningu allra félaga. Skal kjörnefnd minnst tveimur vikum fyrir aðalfund senda út atkvæðaseðla í samræmi við gildandi atkvæðaskrá með áskorun til félaga um kosningu formanns. Atkvæði í formannskjöri skulu talin á aðalfundi og úrslit tilkynnt þar.

 

Heimilt er að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um kosningu formanns.

Varaformaður samtakanna skal kjörinn úr hópi stjórnarmanna á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund.

 

29. gr. 


Framkvæmdastjórn samtakanna skal kjörin á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Hana skipa formaður og varaformaður samtakanna og sex menn sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna.

Framkvæmdastjórn stýrir starfsemi samtakanna í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar. Ákvarðanir sem framkvæmdastjórn er ætlað að taka skv. samþykktum þessum getur stjórn samtakanna eins tekið.