Gerast félagi

Aðild borgar sig

Fyrirtæki gerast aðilar að Samtökum atvinnulífsins af mörgum ástæðum. Mjög góð ástæða fyrir aðild er þátttaka í einu af sex aðildarsamtökum SA en þau sinna málefnum einstakra atvinnugreina.

Rödd atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins tala máli félagsmanna í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins.

Markmið okkar er að hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla þannig að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri.

  • Við stefnum að því að samkeppnishæfni atvinnulífsins og lífskjör á Íslandi verði í fremstu röð.
  • Við önnumst samskipti við stéttarfélög og gerum kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð til þess. Jafnframt leiðbeinum við aðildarfyrirtækjum um framkvæmd kjarasamninga og önnur vinnumarkaðsmál.

 Samtök atvinnulífsins eru í forsvari við rekstur mála fyrir dómi og gagnvart stjórnvöldum í málum sem snerta hagsmuni og réttindi félagsmanna.


Þjónusta við félagsmenn

Samtök atvinnulífsins veita félagsmönnum ýmsa beina þjónustu, einkum á sviði vinnumarkaðs- og kjaramála. Þar á meðal er aðstoð varðandi túlkun kjarasamninga, launagreiðslur, veikindarétt, orlof, vinnutíma, starfsmenntamál og fleira. Félagsmenn fá jafnframt aðgang að þjónustuvef SA þar sem hægt er að nálgast upplýsingar milliliðalaust hvenær sem er.

Aðildarfélögin sex veita fyrirtækjum sérhæfða þjónustu sem er sniðin að hagsmunum einstakra atvinnugreina og fyrirtækja. Aðild að samtökunum veitir félagsmönnum jafnframt tækifæri til þátttöku í margvíslegu málefnastarfi. Láttu í þér heyra. Ítarlegar upplýsingar um starfsemi samtakanna er að finna á heimasíðum þeirra.


Aðild að SA

Aðild að einu af sex aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins fylgir jafnframt aðild að Samtökum atvinnulífsins. Árlegt félagsgjald til SA er 0,19% af heildarlaunagreiðslum næstliðins ár, þar af er iðgjald til vinnudeilusjóðs 0,02%. Lágmarksárgjald árið 2021 er 32.000 kr.


Vettvangur fyrir smá fyrirtæki

Litla Ísland er  vettvangur Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka SA þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Á Facebook er opinn umræðuvettvangur Litla Íslands um smá fyrirtæki.