Aðildarsamtök

Sex aðildarsamtök SA

Aðildarsamtök SA starfa á grundvelli atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Þau leiðbeina m.a. fyrirtækjum í samskiptum þeirra við stjórnvöld og um allt það sem snertir sívaxandi fjölda opinberra reglugerðarákvæða og fyrirmæla.

Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökunum sex, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá þeim starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. 

Aðildarsamtök SA eru:

Samorka - Samtök orku- og veitufyrirtækja

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

Samtök iðnaðarins (SI)

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)