Vinnustaðanám eflt og gæði þess tryggð

Vinnustaðanám eflt og gæði þess tryggð

  • Efla þarf starfsnám og vinnustaðanám og tryggja gæði náms í verk- og tæknigreinum. Atvinnulífið vill taka aukna ábyrgð á starfsþjálfun nemenda.

  • Endurskoða þarf vinnustaðanám, framkvæmd þess, lengd og tengsl nemenda við vinnuveitanda og skóla svo það endurspegli þarfir atvinnulífs og einstaklinga á 21. öld. Nauðsynlegt er að endurskoðunin verði samstarf atvinnulífs, skóla og stjórnvalda.

  • Í framhaldsskólum þarf að bjóða upp á fleiri starfsnámsbrautir og að hægt verði að skipta starfsnámi upp í minni hluta. Þannig verði unnt að ljúka afmörkuðum hlutum námsbrauta, sem nú tekur 4-5 ár að ljúka, með formlegri námsgráðu. Raungreinakennsla á starfsnámsbrautum verði tengd öðru því sem nemandinn er að læra.

  • Nemandi sem lýkur starfsnámi verður að geta haldið áfram háskólanámi á sama sviði án þess að ljúka einnig stúdentsprófi. Til þessa hafa flestir farið í bóknám til stúdentsprófs til að loka ekki leiðum.

Aftur í áherslur