Auka gæði og forgangsröðun varðandi æðri menntun

Auka gæði og forgangsröðun varðandi æðri menntun

  • Háskólanám á að líta á sem takmarkaða en eftirsóknarverða auðlind. SA leggja áherslu á gæði náms og rannsókna á háskólastigi og góða nýtingu fjármagns.

  • Óheftur aðgangur að háskólanámi kemur niður á gæðum kennslu. Ástæða getur verið til að takmarka enn frekar aðgang að einstökum námsbrautum. Í samningi ríkis við viðkomandi háskóla á m.a. að tilgreina kaup ríkisins á menntun, þ.e fjöldi nemenda á tilgreindri braut eða sviði, og skýr viðmið um gæði þeirrar menntunar. Sama á að gilda um kaup ríkisins á rannsóknum eða framlagi til rannsókna.

  • Nýta á framlög úr opinberum samkeppnis­sjóðum til að auka gæði rannsókna og hvetja til að háskólar stundi rannsóknir í tengslum við atvinnulíf og þjóðlíf.

  • Ríkið á að veita námsfólki aðgang að háskólanámi á viðráðanlegum kjörum (skólagjöld og námslán) í ákveðinn árafjölda sem fer eftir námsstigi (grunnnám, meistaranám, doktorsnám). Kjósi fólk að eyða lengri tíma í háskólanám fari stuðningur hins opinbera lækkandi með aukinni námslengd og fjölda prófgráða á sama stigi.

Aftur í áherslur