Samstarf og samskipti

SA gæta hagsmuna atvinnulífsins í menntamálum á margvíslegan hátt.

Fulltrúar SA eiga  í samstarfi við Mennta og menningarmálaráðuneyti í mörgum málum. Það á við um starfsgreinaráðin þá eru þeir eru oft kallaðir til að gefa álit þegar lögum er breytt og þeir hafa beitt sér varðandi hæfnirammann. SA  stendur formlega að skólum bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi, og hefur þar með innsýn í rekstrarumhverfi og álitamál á þessum skólastigum og ræðir þau við stjórnvöld menntamála. SA tekur þátt í að móta vinnustaðanám m.a. með setu í stjórn vinnustaðanámssjóðs.

SA beitir sér ásamt viðsemjendum sínum og stjórnvöldum fyrir því að hækka menntunarstig, þ.e. að fleiri ljúki námi á framhaldsskólastigi.  Undanfarin ár hafa verið unnin átaksverkefni í þeim efnum og er hægt að fræðast um þau m.a. hér.

Vinnustaðanám er mikilvægur snertiflötur atvinnulífs og skólakerfis og vill SA í samvinnu við viðsemjendur sína beita sér fyrir öflugu vinnustaðanámi þar sem ungt fólk sækir sér þjálfun þekkingu og færni í fyrirtæki þar sem reyndari menn segja þeim til og þeir fá að spreyta sig á fjölbreyttum úrlausnarefnum.

SA er ásamt viðsemjendum sínum á almenna markaðnum og aðilum vinnumarkaðarins hjá hinu opinbera eigandi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem hefur það að markmiði að   veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.    Það er gert með fjármagni úr Fræðslusjóði og unnið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, Iðuna og Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins í Reykjavík.

Umsagnir um frumvörp eru mikilvægur þáttur hagsmunagæslu SA, þeir fara í kjölfarið fyrir nefndir þingsins og tala fyrir sýn SA í viðkomandi máli.

Hér er að finna margskonar ítarefni um skóla og menntamál, bæði í tölum frá Hagstofu, Efnahags og framfararstofnuninni OECD og Starfsmenntastofnun Evrópu CEDEFOP