Burt með brotthvarfið

Burt með brotthvarfið

  • Miklu skiptir að nemendur ljúki skólagöngu sinni með prófgráðu sem auðveldar viðkomandi að fá starf við hæfi.

  • Í leik- og grunnskóla verði ýtt meira undir skapandi og gagnrýna hugsun nemenda. Stuðst verði í meiri mæli við myndmál og framsögn og leikræn tjáning verði tvinnuð við námið á yngri stigum.

  • Vægi val- eða kjörsviðsgreina í efri bekkjum grunnskóla verði aukið og þær nýttar til að nemendur átti sig betur á hvernig hæfileikar þeirra fá best notið sín.

  • Nám val- eða kjörsviðsgreina fari að hluta fram utan veggja skóla svo nemendum verði strax ljóst að nám er ekki eingöngu bundið við skóla.

  • SA hvetja til aukins samstarfs milli grunn- og framhaldsskóla. Samstarfið taki bæði til ráðgjafar um námsval, ekki síst á sviði iðn- og verknáms, og annað sem lítur að velferð og þroska nemandans.

Aftur í  áherslur