Aukin grunnfærni snemma á skólagöngu

Aukin grunnfærni snemma á skólagöngu

  • Erlendar rannsóknir sýna að auka þarf færni íslenskra nemenda í lestri og meðhöndlun talna.[1] Það ber að taka alvarlega. Unglingi sem ekki getur lesið sér til gagns mun verða það fjötur um fót síðar á lífsleiðinni í námi eða starfi og er hættara á brotthvarfi en öðrum.

  • Störf á vinnumarkaði munu þróast áfram. Gera verður aukna kröfu um kunnáttu sem ekki verður lærð án góðrar leskunnáttu. Samfélagið þarf því að leggja meiri áherslu á lestur barna sem skilar sér einnig í betri skilningi þeirra á stærðfræði.

  • Foreldrar og forráðamenn verða að vera virkir í að styðja við nám barna sinna. Við samningu námsefnis og stuðningsefnis þarf að nýta möguleika tölvutækninnar og getu nemenda til að nýta sér hana. Þar mun grundvallarþekking í forritun skipta miklu.

 

[1] Programme for International Student Assessment (PISA), OECD 2012

Aftur í áherslur