Skóli 21. aldar

Skóli 21. aldar

Skipulag náms í leik-, grunn- og framhaldsskóla verði ein samfella þar sem verið er að mennta fólk annars vegar til frekari náms og hins vegar til þátttöku í atvinnulífinu.

  • SA leggja áherslu á að auka skilvirkni skólastarfs. Markmiðið er að stytta skipulagt nám um allt að 2 ár þannig að lokapróf úr framhaldsskóla verði við 18 ára aldur. Þetta á einnig við um iðnnám þar sem áhersla verði lögð á að flétta betur saman starfsnám og bóknám.

  • Eðlilegt er að skólastjórnendur hafi meira um það að segja hvernig vinna kennara, stoðþjónusta og annað skólastarf nýtist nemendunum best.

  • Bjóða þarf upp á sveigjanleika í námshraða eftir getu og þroska og koma í veg fyrir tvítekningu. Endurskoða þarf námskrár og námsefni m.t.t. áherslna í námi og meta að nýju fjölda kennslustunda og sjálfsnám.

  • Aukin áhersla verði lögð á verk- og starfsnám í grunn- og framhaldsskólum, kennslu raun- og tæknigreina og nýting nýrrar tækni. Rannsókn á viðhorfum framhaldsskólanema sem unnin var fyrir SA sýnir að nemendur vilja meira verk- og starfsnám.[1] Boðið verði upp á styttri námsleiðir.

  • SA hvetja til fjölbreyttari rekstrarforma á öllum skólastigum. Sveitarfélögum verði gert kleift að móta heildstæða skólastefnu frá leikskóla til framhaldsskóla.

     Aftur í  áherslur

 

 

 

[1] Heiti skýrslu