Áherslur í vinnustaðanámi

Áherslur SA um vinnustaðanám

Samtök atvinnulífsins vilja beita sér fyrir öflugu vinnustaðanámi. Til þess að vel takist til þarf samstarf skóla, atvinnurekanda og nemenda að vera markvisst og vægi þess undirstrikað í regluverki. Hlutverk allra þarf að vera vel skilgreint og skyldur þeirra sem að verkefninu koma verða að vera öllum ljósar.

Vinnustaðanámið á að taka til allra þátta starfsins sem unga fólkið er að þjálfa sig til. Því er mikilvægt að námskrár taki bæði til þess hluta sem fram fer í skólum og á vinnustaðnum. Ferilbækur skipta máli til að sannreyna inntak og framkvæmd vinnustaðanámsins. Er því mikilvægt að þær verði gerðar að skyldu.

Vinnustaðanámssjóður gegnir lykilhlutverki við að fjölga vinnustaðaplássum og efla iðn- og starfsnám. Sjóðinn þarf að efla í samvinnu við ríkisvaldið þannig að hann geti á hverjum tíma verið öllu vinnustaðanámi sá efnahagslegi bakhjarl sem hann er þegar orðinn í sumum greinum. Samhliða eflingu Vinnustaðanámssjóðsins er hægt að gera auknar kröfur til fyrirtækja sem taka ungt fólk í vinnustaðanám. Sá staðreynd að ungmennni eiga oft erfitt með að fá þjálfunarpláss þarf að leysa í samvinnu við skóla, atvinnulífs og viðkomandi einstaklings.

Það er mikil deigla á framhaldsskólastiginu þessi misserin. Hafa þarfir atvinnulífsins m.a. stuðlað að þeirri brýnu umræðu um nauðsynlegar breytingar, ekki síst hvað viðkemur uppbyggingu á iðn- og verknámi. Þar mun fyrirkomulag eins og tímalengd og aðgangur að vinnustaðanámi hafa mikil áhrif. Reiknilíkan framhaldsskóla er jafnframt ekki undanskilið þessari umræðu eða endurskoðun. SA mun beita sér fyrir samræðu og samstarfi sem þarf til að hinn mikilvægi hluti starfsnámsins, vinnustaðanámið sjálft, laði að öfluga námsmenn til framtíðarstarfa.