Starfsmenntagjald
Starfsmenntagjald
Í því skyni að styðja menntastarf í fyrirtækjum og efla samkeppnishæfni hafa aðilar vinnumarkaðarins komið sér saman um að fyrirtæki greiði starfsmenntagjald. Gjaldið sem samið hefur verið um á almenna markaðnum er hlutfall af launum starfsmanns, mishátt eftir samningum. Gjaldinu er ráðstafað á stórum dráttum á þrjá vegu en samningsaðilar hvers samnings ákveða það í sameining
- Gjaldið rennur til fræðslustofnanna sem samningsaðilar komið á fót . Flestar iðngreinar hafa kosið þessa leið, Iðan og Rafiðnaðarskólinn þróa og halda utan um fjölbreytt framboð á menntun fyrir félagsmenn og greiða það niður.
Iðan, Rafiðnaðarskólinn, Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins
- Gjaldið rennur í sjóði þar sem eru undir sameiginlegri stjórn launþega og launagreiðenda. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrki. Starfsmenntagjald sem greitt er vegna verslunar og skrifstofufólks, sjómanna og almennra starfsmanna rennur í slíka sjóði. Þeir hafa ekki allir sambærilegar úthlutunarreglur.
Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks, Landsmennt, Starfsafl, Sjómennt, Starfsmenntasjóður verkstjóra.
- Gjaldið rennur í sér afmarkaða sjóði sem geta verið undir sameiginlegri stjórn eða sjóði stéttarfélags viðkomandi. Einstaklingar geta sótt um styrki. Úthlutunarreglur eru mismunandi. Þetta á við m.a. um Starfsmenntunarsjóð BHM, Menntunarsjóð Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Fræðslusjóð vélstjóra og tæknimanna.