Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins 2018
Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 16. apríl. Um 650 gestir mættu til fundarins og rúmlega 1.700 horfðu á fundinn í beinni útsendingu. Upptökur eru nú aðgengilegar á vef SA ásamt svipmyndum frá fundinum.
Hægt er að horfa á allan fundinn á vefnum í Sjónvarpi atvinnulífsins eða valið efni og svipmyndir hér að neðan. Framfarir í hundrað ár var yfirskrift fundarins en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi. Fundurinn var hluti af 100 ára dagskrá afmælisárs fullveldisins.
Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í fundinum með því að koma í Hörpu eða horfa á ársfundinn í beinni útsendingu. Sjáumst að ári!
Tengt efni: