Samfélagsábyrgð í framkvæmd - kynningar

Nýverið stóðu Samtök atvinnulífsins, Festa og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir opnum morgunfundi þar sem fjallað var um samfélagsábyrgð og heimsmarkmiðin. Kynningar frummælenda má nú nálgast á vef SA.

UN Global Compact - sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð var kynntur en hann gagnast fyrirtækjum sem vilja vinna skipulega með samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Einnig voru kynntar hagnýtar leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja sitt af mörkum til að heimsmarkmiðin náist fyrir 2030. 

Áhugi á samfélagsábyrgð er mikill í atvinnulífinu og var fundurinn vel sóttur. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð sem er stærsta framtak heimsins á sviði samfélagsábyrgðar.

Kynningar frummælenda:

Hvernig gagnast Global Compact?
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins (PDF)

Global Compact og innleiðing heimsmarkmiðanna
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia (PDF)

Heimsmarkmiðaáttavitinn í framkvæmd
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel (PDF)

Hvað er heimsmarkmiðagáttin og hvernig gagnast hún?
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi heimsmarkmiðanna (PDF)