Fræðslufundir um starfsmannamál og kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins bjóða starfsfólki aðildarfyrirtækja SA upp á þrjá fræðslufundi í febrúar og mars um starfsmannamál og kjarasamninga. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 8.30-11. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna sem gagnast öllum sem koma að starfsmanna- og launamálum fyrirtækja.

Fræðslunni er skipt upp í þrjá hluta og geta þátttakendur skráð sig í þá alla eða staka. Hver hluti tekur tvær og hálfa klukkustund og gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna. Farið verður yfir raunhæf ágreiningsefni og niðurstöður dómstóla þar sem við á.

Fræðslufundirnir verða haldnir í salnum Kviku á 1. hæð.

Dagskrá og skráning hér að neðan.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Einnig verður boðið upp á fundi á landsbyggðinni og verður dagsetning þeirra kynnt fljótlega.

8. febrúar kl. 8:30-11:00

Yfirlit yfir skipulag vinnumarkaðarins
Aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög, samtök atvinnurekenda, kjarasamningar

Ráðning starfsmanna
Auglýsingar starfa, ráðning, skriflegir ráðningarsamningar, launaákvarðanir, starfslýsingar, réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda

Verktakar eða launþegar
Samningsfrelsi aðila, verktakasamningur, ráðningarsamningur

Vinnufyrirkomulag og vinnutími
Dagvinna, yfirvinna, vaktavinna, tilfallandi vinna, neysluhlé, bakvaktir, útköll, vetrarfrí, hvíldartími

Félagsaðild, lífeyrissjóðir og iðgjöld í sjóði
Félagafrelsi, sjúkrasjóðir, starfsmenntasjóðir

SKRÁNING HÉR


16. febrúar kl. 8:30-11:00

Orlofsréttur
Réttur til orlofs, réttur til orlofslauna, ávinnsla og greiðsla, skipulagning orlofstöku

Veikindi og vinnuslys
Réttur til launa í veikindum, útreikningur veikindaréttar, vottorð, slys, veikindi barna

Fæðingar-og foreldraorlof
Tilkynningar, tilhögun, uppsöfnun réttinda, uppsagnarvernd

Uppsagnir og starfslok
Uppsagnarfrestur, framkvæmd uppsagna, sérstök uppsagnarvernd, riftun, áminning, brotthlaup úr starfi, hópuppsagnir

Trúnaðarmenn stéttarfélaga
Réttindi trúnaðarmanna, uppsagnarvernd

Fræðslumál
Starfsmenntasjóðir, símenntun, attin.is

SKRÁNING HÉR

1. mars kl. 8:30-11:00

Vinnuvernd – skyldur vinnuveitanda
Lög og reglur, tilkynningar slysa, áhættumat, einelti, áreitni og ofbeldi, öryggistrúnaðarmenn og verðir, vinna barna og unglinga

Kynning á nýjum reglum um persónuvernd
Kynning á fræðsluefni SA

Jafnréttismál
Jafnréttislöggjöf, jafnréttisáætlun

Jafnlaunastaðall
Innleiðing, vottun

SKRÁNING HÉR