Fræðslufundir SA um starfsmannamál og kjarasamninga 2020

Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Fundað verður um land allt til vors 2020.

Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Hægt er að skrá sig hér að neðan með því að smella á þann fund sem er næstur þér.

Fundað verður á eftirfarandi stöðum:

Í Reykjanesbæ
Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 9.00-12.30

Í Borgarnesi
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 12.30-16.00

Á Akureyri
Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 10.00-13.30

Á Sauðárkróki
Föstudaginn 14. febrúar kl. 10.00-13.30

Í Reykjavík
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 9.00-12.30

Á Ísafirði
Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 12-15.30

Á Selfossi
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12.30-16.00

Í Vestmannaeyjum
Miðvikudaginn 11. mars kl. 9.30-12.30

Á Egilsstöðum
Fimmtudaginn 12. mars kl. 12.30-16.00

Á Höfn í Hornafirði
Miðvikudaginn 18. mars kl. 12.30-16.00
 

Meðal þess sem verður fjallað um:

  • Ráðning starfsmanna
  • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda
  • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022
  • Uppsagnir og starfslok
  • Orlofsréttur
  • Veikindi og vinnuslys

Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna. Sjáumst!