Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Fundað verður um land allt til vors 2020.

Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 9.00-12.30 á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57.

Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA. Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan til að tryggja ykkur sæti.

Meðal þess sem verður fjallað um:

  • Ráðning starfsmanna
  • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda
  • Vinnutímastytting Lífskjarasamningsins 2019-2022
  • Uppsagnir og starfslok
  • Orlofsréttur
  • Veikindi og vinnuslys

Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.

SKRÁNING