Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl stendur yfir meðal aðildarfyrirtækja SA. Hægt er að greiða atkvæði til kl. 11 miðvikudaginn 24. apríl.
Atkvæðagreiðslan er í samræmi við samþykktir samtakanna, en í þeim segir að heildarkjarasamningar og stefnumarkandi samningar skuli bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu.
- Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar er í höndum Outcome-kannana. Fyrirspurnir og óskir um aðstoð sendist í tölvupósti á konnun@outcomekannanir.is.
- Slóð á atkvæðaseðil ásamt lykilorði til að taka þátt hefur verið send til aðildarfyrirtækja frá konnudur@outcomesurveys.com.
- Almennar fyrirspurnir atkvæðagreiðslunnar má senda á Arndísi Arnardóttur skrifstofustjóra SA á arndis@sa.is.
Lífskjarasamningurinn 2019-2022 er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin. Kynningu samningsins má nálgast á vef SA ásamt boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á vinnumarkaðsvef SA er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um nýja samninga SA og SGS, Eflingar, VR og LÍV.
Kjarasamningar 2019-2022 á vinnumarkaðsvef SA
Lífskjarasamningurinn 2019-2022 – umfjöllun á vef SA
Hér að neðan í Sjónvarpi atvinnulífsins má einnig sjá stutta kynningu Halldórs Benjamín Þorbergssonar á helstu atriðum Lífskjarasamningsins.
Glærukynning framkvæmdastjóra SA í heild með viðaukum og dæmum (PDF)