Lífskjarasamningurinn 2019-2022
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði 2019-2022 voru undirritaðir hjá ríkissáttasemjara að kvöldi 3. apríl. Í kjölfarið voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings samningunum ásamt helstu atriðum þeirra kynntir í Ráðherrabústaðnum.
Lífskjarasamningurinn 2019-2022 er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin. Kynningu samningsins má nálgast hér á vef SA ásamt boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Lífskjarasamningurinn 2019-2022 kynning (PDF)
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöld að Lífskjarasamningurinn snúist um fjórþætta lausn. Hærri laun, einkum lágtekjuhópa, aukinn sveigjanleika til að stytta vinnuvikuna, lægri skatta og leiðir til að skapa jarðveg fyrir lægri vexti á Íslandi til framtíðar. Það sé til hagsbóta fyrir bæði heimilin og fyrirtækin í landinu.
Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings Lífskjarasamningi á vef Stjórnarráðs Íslands
Fjölmenni var í karphúsinu við undirritun samninganna sem ná til tæplega 100 þúsund manns. Samningurinn nær til félaga Starfsgreinasambandsins, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins. Þá hafa Sambönd íslenskra sveitarfélaga skrifað undir yfirlýsingu vegna Lífskjarasamningsins.
Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga á vef sambandsins
Ítarlega verður fjallað um efni samninganna á vef SA á næstunni en hér að neðan má sjá upptöku RÚV frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum að lokinni undirskrift samninganna.