Vinnudeilusjóður
Samtök atvinnulífsins starfrækja vinnudeilusjóð sem aðildarfyrirtækjum SA ber að greiða iðgjald til.
Vinnudeilusjóður hefur það hlutverk að efla samstöðu aðildarfyrirtækja SA ef kemur til átaka á vinnumarkaði. Meginhlutverk sjóðsins er að styðja við stefnumörkun SA í kjaramálum með því að greiða bætur til aðildarfyrirtækja í kjaradeilum sem hafa verulega þýðingu fyrir heildarhagsmuni atvinnurekenda.
Aðildarfyrirtæki í þjónustudeild samtakanna, sbr. 5. gr., geta ekki átt aðild að sjóðnum.
Sjá nánar í samþykktum Samtaka atvinnulífsins
Stjórn
Stjórn vinnudeilusjóðs skipa þrír menn. Skulu þeir kjörnir til árs í senn á fyrsta fundi stjórnar SA eftir aðalfund. Framkvæmdastjóri samtakanna er jafnframt framkvæmdastjóri vinnudeilusjóðs.
Stjórn vinnudeilusjóðs stýrir fjárreiðum hans og ákveður greiðslu bóta til aðildarfyrirtækja í samræmi við ákvæði samþykkta þessara og reglna sem settar eru skv. þeim.
Stjórnarmenn eru
Sigríður Margrét Oddsdóttir, formaður
Jón Bjarni Gunnarsson
Svana Helen Björnsdóttir