Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í Hörpu kl. 8.30 -12.00. Þema dagsins að þessu sinni er læsi í ýmsum myndum og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi. Skráðu þig strax í dag ef þú vilt tryggja þér sæti!

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Menntadagur atvinnulífsins er nú haldinn í sjötta sinn.

Dagskrá má nálgast hér og að neðan (PDF)

Skráning



DAGSKRÁ

8.30 Velkomin
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Ávarp
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Læsi til framtíðar - staða, ástæður og möguleikar
Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og HR

Stiklað á stóru

Að skilja nútímann
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur

Fjármálalæsi
Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnastjóri við Hagaskóla

Menningarlæsi: Ætlarðu í alvörunni að kyssa mig þrisvar?
Margrét Lára Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Össurar 

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

Fundarstjóri er Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun.

10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi

10.30 Málstofur 

A) Kennslustofa 21. aldarinnar

Verkefnamiðuð kennsla í skólastofu framtíðarinnar
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans

Tími, rúm og flæði - Nálgun NÚ á kennslu á unglingadeildarstigi
Kristján Ómar Björnsson og Gísli Rúnar Guðmundsson, stofnendur NÚ, nýs grunnskóla í Hafnarfirði

Áskoranir í fræðslumálum hjá annasömu þekkingarfyrirtæki
Ingunn Ólafsdóttir, mannauðsstjóri Eflu.

Umræður

Skúli Gunnsteinsson, skólastjóri nýja tölvu- og viðskiptaskólans stýrir málstofunni.

B) Staða stráka í lífi og starfi

Hvað gera Norðmenn?
Gina Lund, framkvæmdastjóri Hæfnistofnunar Noregs (Kompetanse Norge).

Strákarnir okkar
Margrét Pála Ólafsdóttir, Stofnandi og stjórnarformaður Hjallastefnunnar

Nám fullorðinna
Uni Þór Einarsson, vélvirki

Umræður

Þórir Erlingsson, aðjúnkt við Háskólann á Hólum, stýrir málstofunni.


Upptökur frá Menntadegi atvinnulífsins 2018 eru aðgengilegar á vef SA. Dagurinn var tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær miklu tæknibreytingar sem nú standa yfir. Hvað verður um starfið þitt? var yfirskrift dagsins

SMELLTU TIL AÐ HORFA


Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt, Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018 og Landsnet menntasproti ársins 2018. Hver fær verðlaunin 2019?