Menntadagur atvinnulífsins 2018 – upptökur
Menntadagur atvinnulífsins var haldinn 15. febrúar í Hörpu. Dagurinn var að þessu sinni tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær miklu tæknibreytingar sem nú standa yfir. Hvað verður um starfið þitt? var yfirskrift dagsins sem hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður og var nú haldinn í fimmta sinn.
Upptökur frá dagskránni eru aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins hér að neðan. Um 250 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í líflegri og upplýsandi dagskrá.
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt, Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins og Landsnet menntasproti ársins. Að lokinni sameiginlegri dagskrá voru haldnar málstofur þar sem kafað var dýpra í efni dagsins. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja stýrði fundi.
Boðið var upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en menntadagurinn er haldinn með myndarlegum stuðningi, Landsmenntar, Starfsafls, Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks og Sambands stjórnendafélaga.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði rúmlega 100 þúsund manns.
Upptökur og kynningar
Setning
Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra?
Hvað geta fyrirtæki gert?
Amma, hvað er stundaskrá?
Hugvekjur
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018
Sjáumst að ári!