Kjarasamningur SA og ASÍ samþykktur – ný kaupgjaldsskrá
Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem undirritaður var 21. janúar sl., hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu beggja aðila og gildir hann til ársloka 2018. Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef SA ásamt nánara upplýsingaefni. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 12.-19. febrúar og voru 49% atkvæða nýtt. Samningurinn var samþykktur með 79% greiddra atkvæða, 12% atkvæða voru greidd gegn honum en 9% atkvæða voru auð.
Rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna ASÍ lauk á hádegi í dag, 24. febrúar. Á kjörskrá voru 75.635 og greiddu 9.274 atkvæði, eða 14%. Samningurinn var samþykktur með 91% atkvæða, 8% höfnuðu honum og 1% skilaði auðu.
Kaupgjaldsskrá fyrir árið 2016 má nálgast hér að neðan ásamt kjarasamningnum.
Þar sem langt er liðið á mánuðinn eru dæmi um að fyrirtæki hafi nú þegar lokið útreikningi launa fyrir febrúarmánuð. Því er ekki hægt í þeim tilvikum að hrinda í framkvæmd launabreytingum um þessi mánaðamót heldur verður það gert í næstu launakeyrslu í mars.
Kaupgjaldsskrá nr. 19 - gildir frá 1. janúar 2016 (PDF)
Kjarasamningur SA og ASÍ (PDF)
Tengt efni á vef SA: