Hvernig hleður landinn? Umræðuþáttur hefst kl. 10:00
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum.
Þættirnir eru sýndir í októbermánuði þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 - 10:30 í Sjónvarpi atvinnulífsins á netinu og Facebook live.
Fyrst á stokk stíga Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku og Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar hjá Rarik. Þau ræða vítt og breitt um orkuskipti og það hvernig landinn hleður.
Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan í áhorf á fróðlega umræðuþætti þvert á atvinnugreinar.