Græn fjármál - Þáttur hefst kl. 10:00

Arnar Ingi Jónsson, sérfræðingur hjá SFF ræðir við sérfræðinga í sjálfbærni um græn fjármál, þau Aðalheiði Snæbjarnadóttur og Reyni Smára Atlason hjá Landsbankanum.

Í þættinum er fjallað um sjálfbær fjármál frá ýmsum hliðum. Hver eru raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja og hver er þróunin í ábyrgum fjárfestingum?

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins

Samtöl atvinnulífsins