Frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd óljóst og getur leitt til réttaróvissu
Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um drög að breytingum á lögum um náttúruvernd til umhverfisráðuneytisins.Samtökin telja frumvarpið vera mjög óljóst, það geti leitt til réttaróvissu, þrengt að möguleikum til nýtingar auðlinda lands og sjávar og sé ekki til þess fallið að skapa sátt um málið. Lítið samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þvert á gefin loforð en mikilvægt er að sem flestir komi víðtækri samfélagslegri umræðu um þessa mikilvægu löggjöf. Samtökin gera víðtækar efnislegar athugasemdir við frumvarpsdrögin.