Atvinnulífið á verkefni fyrir alla

Fjölbreytt atvinnulíf þarf fjölbreyttar leiðir. Þátturinn „Atvinnulífið á verkefni fyrir alla“ er á dagskrá hjá Samtökum atvinnulífsins fimmtudaginn 12. nóvember kl. 9:00. Þátturinn er sýndur hér á vefsíðu SA og á Facebook Live. Í þættinum er fjallað um mikilvægi þess að einstaklingum með skerta starfsgetu séu sköpuð tækifæri og verkefni í íslensku atvinnulífi, öllum til hagsbóta. Við heyrum frá vinnuveitendum, foreldrum og einstaklingunum sjálfum. Á fundinum fer Vinnumálastofnun yfir þá þjónustu sem er í boði fyrir þá sem nýta sér úrræðið, jafnt fjárhagslegan sem faglegan.

Nú í nóvember hafa Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á jafnréttismál og fjölbreytileika í starfi sínu. Auk umræðu um möguleika einstaklinga með skerta starfsgetu var stofnað til sérstaks ungmennaráðsHvatningaverðlaun jafnréttismála verða veitt 18. nóvember og umræða um sveigjanleg starfslok sett á dagskrá.