Vorið 2018 bjóða Samtök atvinnulífsins félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga á landsbyggðinni. Fundirnir gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu.

Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað en yfirlit yfir efni fundanna og dagsetningar má sjá hér á vef SA.

Meðal þess sem verður farið yfir er ráðning starfsmanna, vinnufyrirkomulag, orlofs- og veikindaréttur, uppsagnir og starfslok. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.

Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA og nauðsynlegt er að skrá þátttöku  hér að neðan.