Hefjum rekstur/Start a Business

Samtök atvinnulífsins bjóða upp á opið námskeið um stofnun fyrirtækja sem gagnast öllum sem hafa hug á að hefja rekstur.

Á námskeiðinu fara nokkrir af helstu sérfræðingum landsins yfir tíu lykilþætti er varða rekstur og stofnun fyrirtækja. Fyrirspurnum verður einnig svarað.
Námskeiðið er í þremur hlutum og fer fram með rafrænum hætti. Námskeiðið fer fram í streymi þrjá miðvikudaga í röð; 3. 10. og 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 13:00 - 16:00.

Skráning á opið námskeið





Hluti I - Miðvikudagur 3. nóvember

Kl. 13:00 – 16:00 í streymi

  • Gerð viðskipta- og rekstraráætlunar
    Ásta Brá Hafsteinsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá KPMG
  • Val á hentugu félagaformi og stofnun fyrirtækis
    Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður og liðsstjóri hjá Deloitte Legal
  • Tilkynning á starfsemi til skattyfirvalda
    Sara Rakel S. Hinriksdóttir, lögfræðingur á virðisaukaskattssviði hjá Skattinum
  • Umsókn um starfsleyfi eftir þörfum
    Þóra Dögg Jörundsdóttir, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirlitinu

Hluti II - Miðvikudagur 10. nóvember

Kl. 13:00 – 16:00 í streymi

  •  Fjármögnun (eigið fé, bankalán, fjárfestingar, styrkir)
    Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá PWC
  • Val á viðskiptabanka
    Arnar Ingi Jónsson, sérfræðingur hjá SFF
  • Val á þjónustuaðila á sviði tæknimála
    Valgeir Ólafsson, framkvæmdastjóri Tölvuaðstoð

Hluti III - Miðvikudagur 17. nóvember

Kl. 13:00 – 16:00 í streymi

  • Bókhald og val á þjónustuaðila á sviði bókhaldsmála
    Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafar hjá Ernst & Young
  • Gerð markaðsáætlunar
    Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hjá SVÞ
  • Ráðning starfsmanna
    Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA
  • Erindi frá Hopp Reykjavík
    Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp segir okkur frá þeirra vegferð, frá litlum sprota yfir í eitt vinsælasta fyrirtæki landsins.