Árleg ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja verður haldin í þriðja sinn í Hörpu fimmtudaginn 28. janúar. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins standa að ráðstefnunni.

Fjölbreytt þekking verður þar borin á borð ásamt því sem stjórnendur deila reynslu sinni um hvernig hægt er að ná árangri í rekstri og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

undefined

Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarformaður og forstjóri Novo Nordisk, og stjórnarformaður Lego á árunum 1996-2006.

Øvlisen er formaður ráðgjafanendar UN Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð en Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact.

Dagskrá

8.00     Skráning, morgunkaffi og markaðstorg þjónustuaðila

8.30 - 10.00 Sögur af samfélagsábyrgð

Opnun: Finnur Sveinsson, formaður stjórnar Festu

Ávarp: Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA

Mads Øvlisen, fyrrum forstjóri Novo Nordisk, stjórnarformaður Lego og stjórnarmaður í Global Compact.

Bernedine Bos, MVO - CSR Netherlands, systursamtökum Festu í Hollandi

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS

Björg Ingadóttir, stofnandi og forstjóri  Spaksmannsspjara

Fundarstjóri er Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og fyrrum menntamálaráðherra

10.00 - 10.30 - Hlé til næringar og tengslamyndunar

10.30 - 12.00 - Val um þrjár hagnýtar vinnustofur um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Fyrstu skrefin - hvernig byrjar maður að innleiða samfélagsábyrgð
Umsjón: Ragna Sara Jónsdóttir, varaformaður Festu

Að virkja starfsmenn í þágu samfélagsábyrgðar
Umsjón: Fanney Karlsdóttir, stjórnarmaður í Festu

Að vinna með loftslagsmál
Umsjón: Finnur Sveinsson, formaður Festu

Skráning og nánari upplýsingar á vef Festu