Sigurður tekur sæti i ráðgjafanefnd NSG

Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, tekur sæti í ráðgjafanefnd NSG Sigurður er varaformaður stjórnar SI og meðlimur í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins.

NSG eða Nordic Smart Government er samstarfsvettvangur norrænna stjórnvalda sem hefur þann tilgang að samþætta stafrænt rekstrarumhverfi fyrirtækja, ekki síst smárra og meðalstórra fyrirtækja, og með því að ýta undir aukin viðskipti innan Norðurlandanna.

Með þessu verða viðskipti og ferlar einfaldari og upplýsingar geta flætt á samræmdan máta á milli landanna. Markmið verkefnisins er að fækka viðskiptahindrunum og auka samstarf og skilning á milli fyrirtækja innan svæðisins til að stuðla að vexti. Verkefnið stuðlar einnig að einföldun á upplýsingagjöf fyrirtækja til yfirvalda í löndunum.

Verkefnið er unnið í samstarfi ráðuneyta og skattstjóra á Norðurlöndum og eru þátttakendur á Íslandi m.a. Skatturinn, Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Verkefnin sem skilgreind hafa verið innan NSG er skipt í sex flokka; Stafræn viðskiptagögn, vöruupplýsingar, opið bókhald, einfölduð skýrslugerð, stafræn stofnun fyrirtækja og áreiðanleiki og gagnagæði.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á https://www.nordicsmartgovernment.org