Yfirmaður menntamála hjá OECD til Íslands

Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá  Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, flytur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, föstudaginn 7. júní kl. 8.30-9.30. Schleicher er yfirmaður PISA-könnunarinnar en á fundinum mun hann ræða um stöðu Íslands samanborið við aðrar þjóðir.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að fundinum.

Schleicher heimsótti Ísland árið 2014 og flutti þá erindi á fyrsta Menntadegi atvinnulífsins. Þá sagði hann meðal annars:

„Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist.“

Það verður forvitnilegt að vita hvað hann hefur til málanna að leggja nú en mikill fengur er að komu hans til landsins.

Dr. Andreas Schleicher hefur góða sýn yfir verkefni OECD um samspil hæfni, menntunar og samkeppnishæfni þjóða.Til dæmis PISA-könnunina sem metur hæfni 15 ára grunnskólanemenda út um allan heim - hversu vel nemendur við lok grunnskóla hafa tileinkað sér þekkingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi.

Við komu sína til Íslands árið 2014 sagðist Schleicher bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi gæti orðið eitt það besta á heimsvísu. Hver skyldi staðan vera í dag?

Skráning