Virkir fjárfestar – glærukynningar
Samtök atvinnulífsins, Nasdaq Iceland og Viðskiptaráð Íslands efndu til opins fundar í morgun þar sem fjallað var um samspil lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Fundurinn var vel sóttur en yfir 150 manns mættu til fundarins. Glærukynningar frummælenda eru nú aðgengilegar á vefnum ásamt umfjöllun fjölmiðla.
Forsendur heilbrigðs hlutabréfamarkaðar
Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland (PDF)
Stofnanafjárfestar sem virkir hluthafar
Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu (PDF)
Almennir fjárfestar við hlið stofnanafjárfesta
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og hagfræðingur (PDF)
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs, Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tóku þátt í fjörlegum umræðum að loknum framsögum ásamt frummælendum.
Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands var fundarstjóri.
Tengdar efni:
Lífeyrissjóðir eiga að vera virkir
Ekki fulltrúar ákveðinna hluthafa
Eiga ekki að sitja á hliðarlínunni