Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2015
Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í fyrsta sinn þann 30. september á Hilton Reykjavík Nordica. Ríflega 200 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnkerfi komu saman og ræddu sjálfbæra nýtingu auðlinda auk þess sem boðið var upp á fjölda málstofa þar sem samspil umhverfismála og einstakra atvinnugreina voru til umfjöllunar. Forseti Íslands afhenti umhverfisverðlaun atvinnulífsins en þau hlutu Orka náttúrunnar og Steinull á Sauðárkróki.
Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Svipmyndir frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum auk þess sem hægt er að nálgast upptökur frá sameiginlegri dagskrá í fyrri hluta ráðstefnunnar. Umfjöllun um málstofur sem fram fóru í kjölfarið má nálgast á vefjum samtakanna sem stóðu að þeim.
Smelltu á myndirnar hér að neðan til að horfa:
Svipmyndir frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2015
Setning: Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA
Ábyrg nýting og hagsmunir atvinnulífsins: Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og
forseti félagsvísindasviðs HÍ
Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum: Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur
Þorskurinn, pólitíkin, sagan og vísindin í 40 ár: Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur
Forseti Íslands afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2015: Umhverfisfyrirtæki ársins útnefnt og framtak ársins verðlaunað
Páll Erland: Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Einar Einarsson: Framkvæmdastjóri Steinullar