Upptökur frá Menntadegi atvinnulífsins 2017
Menntadagur atvinnulífsins 2017 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar. Máltækni og framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi var í kastljósinu en yfir 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt.
Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku.
Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir. Varpað var ljósi á þetta brýna verkefni samfélagsins á menntadeginum en það er mat SA að nauðsynlegt sé að verja allt að tveimur milljörðum króna á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017. Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins en Keilir er menntasproti ársins 2017.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfar um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Svipmyndir frá deginum er nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vefnum auk þess sem hægt er að horfa á erindi frá sameiginlegri dagskrá í fyrri hluta ráðstefnunnar.
Umfjöllun um málstofur sem fóru fram í kjölfarið verður að finna á vefjum samtakanna. Fjallað var um fagháskólann, tækniþróun og breyttar áherslur í menntamálum ásamt hæfni, fræðslu og arðsemi í ferðaþjónustu.
Boðið var upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en menntadagurinn er haldinn með myndarlegum stuðningi fjögurra starfsmenntasjóða, Landsmenntar, Starfsafls, Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks og Menntunarsjóðs Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Hér getur þú horft á daginn í heild í Sjónvarpi atvinnulífsins á Vimeo
Smelltu á myndirnar hér að neðan til að horfa:
Svipmyndir frá Menntadegi atvinnulífsins 2017
Íslensk máltækni og atvinnulífið. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Ávarp menntamálaráðherra. Kristján Þór Júlíusson.
Íslenska í stafrænum heimi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Á íslensku má alltaf finna svar. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld.
Að tala íslensku við tölvur. Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík.
Málið og atvinnulífið. Guðfinna S. Bjarnadóttir
Menntafyrirtæki ársins 2017 - Alcoa Fjarðaál
Menntasproti ársins 2017 - Keilir
Fundarstjóri var Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.
Sjáumst að ári!
Umfjöllun fjölmiðla um máltækni:
Minni samskipti við börnin vegna snjalltækja - frétt Stöðvar 2
Íslensk raddstýring undirbúin - umfjöllun í Bítinu á Bylgjunni
Íslenskan á tækniöld - umfjöllun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
"Ég er búin að biðja hana að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei." Frétt Vísis.
Ég sagði handrit, ekki Andrés." Frétt Visis.
Sturtum við íslenskunni í klósettið? Frétt mbl.is