Upptökur frá Ársfundi atvinnulífsins 2017
Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 29. mars. Um 600 gestir mættu til fundarins og um 1.500 horfðu á fundinn í beinni útsendingu. Upptökur eru nú aðgengilegar á vef SA ásamt svipmyndum frá fundinum.
Hægt er að horfa á efni fundarins hér í Sjónvarpi atvinnulífsins
Hægt er að horfa á valið efni með því að smella á tenglana hér að neðan.
Svipmyndir frá Ársfundi atvinnulífsins 2017
Upphaf ársfundar Atvinnulífsins 2017 og ávarp Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA 2013-2017.
Ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra.
Halldór Baldursson teiknaði skopmyndir morgundagsins
Vegna réttindamála var erindi Zanny Minton Beddoes, aðalritstjóra tímaritsins Economist, ekki sent út en þess í stað var áhorfendum boðið upp á hægvarp frá Reykjavíkurhöfn.
Raddir atvinnulífsins.
Umræður þar sem Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi tóku þátt.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins stýrði fundinum.
Að loknum fundi fór fram fjölmenn Netagerð við höfnina þar sem Skurken töfraði fram létta raftónlist sem er m.a. innblásin af tölvuleikjum, álfum og íslenskri náttúru.
Hér má hlusta á lagið Arnþrúður (Snooze Infinity Remix)
Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í fundinum með því að koma í Hörpu eða horfa á ársfundinn í beinni útsendingu. Sjáumst að ári!
Tengt efni:
Eyjólfur Árni Rafnsson nýr formaður Samtaka atvinnulífsins
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins 2017-2018
Ávarp Björgólfs Jóhannssonar, formanns SA 2013-2017
Fréttir fjölmiðla:
Ritstjóri Economist í Viðtalinu á RÚV
Bretar kveðja ESB - viðtal við ritstjóra Economist - RÚV sjónvarp
Mikil bjartsýni meðal stjórnenda - vb.is
Evran þolir ekki evrópska krísu - mbl.is
Tryggingagjaldið verður lækkað - RÚV sjónvarp
Breytingar á skattkerfinu - RÚV sjónvarp
Ekki með hag sjúklinga í fyrirrúmi - mbl.is
Ekki til að bæta þjónustu við sjúklinga - vb.is
Mótfallinn breytingum á stjórnum lífeyrissjóða - mbl.is
Telur að tillögurnar muni leiða til ófarnaðar - vb.is
Of neikvæð gagnvart einkaframtaki - mbl.is
Kostir einkareksturs ekki nýttir - morgunfréttir RÚV útvarps