Umsögn SA til Alþingis um aðildarviðræður Íslands að ESB

Mikilvægt er skapa eins víðtæka sátt um aðildarviðræður Íslands að ESB og frekast er unnt. Augljóst er að viðræðuslit eru ekki til þess fallinn að skapa þá sátt. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin vilji ekki halda viðræðunum áfram, er ávinningur þess að slíta viðræðunum enginn, þvert á móti er ljóst að erfiðara yrði að taka upp viðræður að nýju skapist til þess vilji Alþingis. Þetta kemur m.a. fram í umsögn SA til Alþingis um þingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB. Umsögnina í heild má lesa á vef SA.

Samtök atvinnulífsins telja nýja skýrslu Alþjóðamálastofnunar leiða sérstaklega vel í ljós hve mikilvægt það er fyrir hagsmuni Íslands að stjórnvöld ljúki viðræðum við Evrópusambandið og að niðurstaða fáist um öll samningsmarkmið sem Alþingi setti á sínum tíma. Þannig er unnt að skapa sátt um viðræðuferlið sjálft. Þannig gefst einnig tækifæri á að meta heildarniðurstöðu aðildarsamnings. Það er síðan þjóðarinnar að meta hvernig hún telji hag sínum best borgið til lengri tíma.

Umsögn SA