Umhverfisviðurkenning - beiðni um tilnefningar (1)
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir árið 2002, eins og segir í auglýsingu ráðuneytisins. Stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni.
Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 22. apríl n.k., merkt "Umhverfisviðurkenning 2002", eða með tölvupósti á póstfangið postur@umhverfisraduneyti.is.
Þau fyrirtæki sem hlotið hafa verðlaunin undanfarin ár eru Ísal,
Borgarplast, Olíufélagið, Haraldur Böðvarsson, Fiskvinnsla KEA í
Hrísey, Prentsmiðja Morgunblaðsins, Gámaþjónustan, Kjötumboðið Goði
og Umbúðamiðstöðin.