Umhverfisþing hefst á föstudaginn

Fimmta Umhverfisþing umhverfisráðuneytisins fer fram í Reykjavík dagana 12. og 13. október næstkomandi. Þingið mun að þessu sinni fjalla um náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni. Meðal þeirra sem ávarpa þingið er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, mun taka þátt í pallborðsumræðum sem fram fara á laugardaginn.

Umhverfisþing er opið öllum og einungis þarf að greiða fyrir hádegisverð. Hægt er að sjá dagskrá og skrá þátttöku á vef umhverfisráðuneytisins.