Tíu færniþættir framtíðar
Á Menntadegi atvinnulífsins fór fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem valinkunnir stjórnendur úr atvinnulífinu fjölluðu m.a. um topp tíu færniþætti framtíðar eftir viðmiðum Alþjóðaefnahagsstofnunar fyrir árið 2025.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF stýrði umræðum um þessa færniþætti undir yfirskriftinni „Strax í dag“. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa Lónsins og Ingvi Hrannar Ómarsson, sérfræðingur í skólaþróunarteymi Menntamálaráðuneytisins töluðu hispurslaust um innslög stjórnendanna og um það sem allar menntastofnanir og vinnustaðir geta ráðist í strax í dag:
Smelltu hér fyrir topp tíu gátlistann
Topp tíu færniþættir
Hvað getum við gert betur?
1. Greiningar- og nýsköpunarhæfni
Gerum betur með
- að vinna með gagnasafn
- að vinna í fjölbreyttum teymum til að skapa nýjar lausnir
- teymiskennslu
2. Virkni í námi og námsaðgerðum
Gerum betur með
- að hvetja til sjálfsnáms t.d. netnámskeiða
- að kapa námsumhverfi á vinnustað
- röð fræðsluerinda
- að deila hugmyndum með öðrum
3. Lausnamiðuð nálgun
Gerum betur með
- að takast á við raunveruleg viðfangsefni
- að vinna í hópum með ólíka styrkleika
4. Gagnrýnin hugsun og greining
Gerum betur með
- að þjálfa rökræðu
- að æfa ályktunarhæfni
- að koma fram og færa rök fyrir máli sínu
5. Sköpun, frumleiki og frumkvæði
Gerum betur með
- að vinna með spuna
- að vinna með túlkun í fjölbreyttu listformi
- að skapa rými fyrir flæði
- að vinna með liðsheild
6. Forysta og félagsleg áhrif
Gerum betur með
- að úthluta leiðtogahlutverkum
- að æfa lýðræðislega þátttöku
- að leggja fram tillögur að breytingum og fylgja þeim eftir
7. Tækninotkun, eftirlit og stjórn
Gerum betur með
- að æfa sig að gera mistök
- að æfa sig í að reka sig á
- að æfa kjark og þor gagnvart hinu óþekkta
8. Tæknihönnun og forritun
Gerum betur með því að
- að vinna með óvissu - hvað ef?
- að æfa rökhugsun
9. Seigla, streituþol og sveigjanleiki
Gerum betur með
- að vinna markvisst að langtímaverkefni með endanlegu markmiði
- að æfa sjálfsvinnu
10. Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndaauðgi
Gerum betur með
- skapandi hugsun og að leysa verkefni með mismunandi útfærslum
- að geta fært rök fyrir því hvers vegna valin leið er góð leið
Horfðu á þáttinn í heild sinni hér:
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.