Tilmæli til atvinnurekenda vegna starfsfólks í sóttkví
Samtök atvinnulífsins beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að laun verði greidd til starfsfólks sem sætir sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.
Hvert og eitt fyrirtæki verður að meta með hvaða hætti það mætir þeim tilmælum en SA telja mjög æskilegt að atvinnurekendur taki þeim með jákvæðum hætti, m.a. með hliðsjón af endurgreiðslu hluta kostnaðar af hálfu ríkisins.
Sjá nánar: