Þroskasaga íslenskrar ferðaþjónustu
Hvað eigum við sameiginlegt með Nýja Sjálandi? Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru falleg fjöll, jöklar, eldfjöll, sauðfjárbúskapur, rúgbý, suðurljósin heita þau hjá þeim en norðurljósin hjá okkur. Þrátt fyrir að við séum flest sammála því að íslensk náttúra sé ein sú fallegasta í heimi þá má fallega náttúru finna víða. Samkeppnin er hörð.
Lærum af reynslu annarra
Í alþjóðlegum smaanburði eru fá ríki sem treysta eins mikið á ferðaþjónustu í heildarútflutningi en Ísland. Talsverð tækifæri eru þó fólgin í því að auka verðmæti sem hver ferðamaður skilur eftir sig. Nýsjálendingar standa framar flestum öðrum þjóðum í heiminum miðað við þann mælikvarða. Hvað getum við lært af þeim? Hvernig er unnt að auka verðmæti og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu? Það eru spurningar sem nauðsynlegt er að við spyrjum okkur í dag.
Aðlögun aðbreyttu umhverfi
Eftir 10 ára vaxtarskeið íslenskrar ferðaþjónustu tekur nú kröpp aðlögun við. Vöxtur greinarinnar sem hófst á árinu 2010 hefur verið óvenju mikill og langt umfram það sem mælst hefur að meðaltali í heiminum á sama tíma. Nú eru hins vegar tímamót framundan, tug prósenta vöxtur erlendra ferðamanna til landsins heyrir sögunni til og raunhæfara að ætla að vöxturinn verði svipaður og erlendis, eða 3-5% árlegur vöxtur.
Við vinnum ekki verðsamkeppnina
Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Einn mælikvarði á alþjóðlega samkeppnishæfni er að bera saman launakostnað á vinnustund. Frá árinu 2014 hefur launakostnaður hækkað um 24% á Íslandi, til samanburðar við 10% hækkun að meðaltali í ríkjum OECD. Fyrir atvinnugrein eins og ferðaþjónustu sem er vinnuaflsfrek grein koma slíkar hækkanir niður á samkeppnishæfni greinarinnar. Í umhverfi sem slíku blasir við að íslensk ferðaþjónusta mun ekki keppa á verðum heldur gæðum.
Minni vöxtur en aukin verðmæti
Verkefnið framundan er að aðlagast breyttum vexti, tryggja að hingað komið ferðamenn sem dvelja lengur og eyða meiru. Hámarka þau verðmæti og arðsemi sem greinin hefur upp á að bjóða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja að hóflegri skattheimtu og fjárfesta í innviðum sem þjóna þörfum atvinnulífsins. Hvað eru Nýsjálendingar að gera sem við erum ekki að gera?
Ásdís Kristjánsdóttir hélt nýverið kynningu á ráðstefnu um stöðu og mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu. Ráðstefnan fór fram á ensku.
Kynningu Ásdísar má finna hér (PDF)